Fréttir

HSA sökuð um heilsuspillandi óréttlæti (RÚV)

21 okt. 2015

11116227 996085477117352 3844327334927950461 o Medium
Sjúkraliðar á Austurlandi gagnrýna harðlega aðstæður sínar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í vikunni er fullyrt að HSA beiti þá óréttlæti.

 

Þeir fái ekki fullt starf, séu þvingaðir í hlutastörf með tilheyrandi kjaraskerðingu og óhagræði. Þá mótmæla þeir því sem þeir kalla stubbavaktavæðingu. Stubbavaktir eru stuttar vaktir sem spilla deginum fyrir fólki án þess að það fái fullan vinnudag borgaðan. Í ályktun sjúkraliða segir: „Slík vinnubrögð leiða til meira álags, lægri launa, skerðingar lífsgæða, dregur úr samvistum við fjölskyldu og er heilsuspillandi.“

Sjúkraliðar á Austurlandi skora ríkið að koma í veg fyrir að stofnanir fari „svo illa með starfsmenn sína eins og raun ber vitni,“ segir í ályktuninni. Þá skora þeir á fjármálaráðherra að semja strax við sjúkraliða og tryggja þeim öruggt starfsumhverfi.

Til baka