Haustnámskeið Framvegis

Námskeið Framvegis á haustönn 2020 verða að vanda fjölbreytt. Skráning hefst um miðjan ágúst á vefsíðu Framvegis, www.framvegis.is, en einnig verður hægt að skrá sig í síma 581 1900.

Hægt er að kynna sér námskeiðin sem verða í boði í tímaritinu Sjúkraliðanum sem kom út í júní. Blaðið er nú aðgengilegt á netinu  hér – námskeiðin eru kynnt á bls. 28.

Sjúkraliði hefur rétt á að stunda viðurkennt sérnám varðandi starf sitt eða sækja framhalds- eða endurmenntunarnámskeið og skal hann halda föstum launum með fullu vaktaálagi meðan slíkt nám varir.

Nánari upplýsingar um símenntun og framhaldsnám er að finna hér.

Til baka