Sjúkraliðar óskast á Landspítala - 9. júlí 2018

LHS Logo copy copy

Sjúkraliðar óskast á meðgöngu- og sængurlegudeild.
 Laus eru til umsóknar störf sjúkraliða á meðgöngu- og sængurlegudeild á kvenna- og barnasviði Landspítala. Starfshlutfall er 80-100%. Um er að ræða störf í dagvinnu og/eða vaktavinnu (dagar/kvöld/helgar) sem eru í mótun. Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Sjúkraliði á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild (SEG) Kleppi, starfshlutfall 80 - 100%.
 Deildin er 10-11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna á aldrinum 18-30 ára sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel við nánustu aðstandendur. Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Mikið er lagt upp úr því að virkja skjólstæðingana á allan mögulegan hátt á deildinni, úti í samfélaginu og í samstarfi við iðjuþjálfun og Batamiðstöðina á Kleppi. 

Sjúkraliði óskast á móttökugeðdeild Landspítala við Hringbraut. við Hringbraut. 
 Deildin er 32 rúma og sinnir greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Starfshlutfall 100%.