Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands boðar til kynningarfundar á nýgerðum kjarasamningi fyrir sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg.
 

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 1. september kl.16:00
 

Fundarstaður Grettisgata 89, Reykjavík.
 

Athugið að kosið verður um samninginn eftir kynningu á fundinum.
 

Einnig verður hægt að kjósa um samninginn á skrifstofu SLFÍ, Grensásvegi 16, föstudaginn 2. september.
 

- Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands

 

Kosið verður um kjarasamning SLFÍ við Reykjavíkurborg strax eftir kynningu á fundinum í dag. á Grettisgötu 89.
 

Einnig verður kjörstofa opin á skrifstofu félagsins Grensásvegi 16, milli kl. 14:00 og 16:30, föstudaginn 2. september.
 

Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta á fundinn og kjósa um samninginn.
 

Með atkvæði sínu sýna sjúkraliðar í verki að þeir fylgist vel með í félaginu.

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg var samþykktur.
 

Á kjörskrá voru 112
 

Atkvæði greiddu 34 eða 30,1%
 

Já sögðu 33 eða 97,1%
 

Nei sagði 1 eða 2,9%
 

Auðir eða ógildir voru 0 eða 0%

 

Reykjavíkurdeild félagsins auglýsti ferð í tengslum við 20 ára afmæli deildarinnar og verður hún 16. september nk.

 

Gríðaleg eftirspurn hefur verið í ferðina. Ánægjulegt hve þáttakan er góð og er löngu orðið uppselt í hana.