Aðalfundur deildar sjúkraliða með sérnám 2018 - 5. nóv. 2018

merki felagsinsAðalfundur deildar sjúkraliða með sérnám verður haldinn mánudaginn 19. nóvember 2018 kl. 17:00, í félagsmiðstöð SLFÍ að Grensásvegi 16.

Áður en aðalfundarstörf hefjast verður fræðslufundur um „Kulnun í starfi“ sem er opinn öllum sjúkraliðum - ekki bara þeim sem eru með sérnám.

Dalla Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á Hrafnistu, segir frá eigin reynslu, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir MS. í félags- og vinnusálfræði, framkvæmdastjóri og ráðgjafi Streituskóla Forvarna, fjallar um kulnun.

Að fræðslufundinum loknum hefst aðalfundurinn.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra.

2. Kosning ritara fundarins.

3. Skýrsla formanns.

4. Kosning formanns til tveggja ára. (á ekki við í ár)

5. Kosning stjórnar til tveggja ára.

6. Kosning tveggja fulltrúa deildarinnar til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands.

7. Önnur mál.

 - Léttur kvöldverður í boði