Niðurstaða kosningar til formanns Sjúkraliðafélags Íslands - 10. apríl 2018

 

 

Sandra 1FRÉTTATILKYNNING

Nýr formaður Sjúkraliðafélags Íslands

Sandra Bryndísardóttir Franks hefur verið kjörin nýr formaður Sjúkraliðafélags Íslands með 71% greiddra atkvæða.

Sandra er sjúkraliði og hefur lokið meistaranámi í stjórnsýslufræðum og lögfræði. 

Auk Söndru voru þær Sigurlaug Björk J. Fjeldsted og Guðrún Lárusdóttir í framboði til formanns.

Atkvæðagreiðsla fór fram meðal félagsmanna Sjúkraliðafélagsins dagana 3. – 10. apríl.

Á kjörskrá voru 2686. Atkvæði greiddu 1111 eða 41,3% félagsmanna. Þeir sem ekki tóku afstöðu voru 35.

Atvæði skiptust þannig að Sandra Bryndísardóttir Franks hlaut 788 atkvæði eða 71%. Sigurlaug Björk J. Fjeldsted hlaut 200 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir hlaut 88 atkvæði.

Nýr formaður mun taka við af Kristínu Á Guðmundsdóttur, sem gengt hefur formennsku Sjúkraliðafélags Íslands síðustu 30 ár, á 27. fulltrúaþingi félagsins 15. maí næstkomandi.

     Fyrir hönd kjörstjórnar,

Hulda Birna Frímannsdóttir

Tengiliðir:

Sandra Bryndísardóttir Franks

Sími: 899 09920

Kristín Á. Guðmundsdóttir

Tölvupóstur  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 896 8330