Lesa meira: Gleðileg jól og farsælt komandi ár

 

Skrifstofa SLFÍ verður lokuð frá og með

23. desember 2014 til kl. 10:00 þann 2. janúar 2015.

 

Sendum félagsmönnum okkar og samstarfsaðilum bestu 

jóla- og áramótakveðjur með þökk fyrir árið sem er að líða.

Lesa meira: Veiðikortið 2015

Veiðikort 2015 eru komin í hús hér hjá okkur að Grensásvegi 16, 108 Reykjavík.

Verð kr. 4.000.- 

Lesa meira: Desemberuppbót 2014

Starfsmaður sem er í starfi fyrstu viku nóvembermánaðar fær greidda desemberuppbót miðað við fullt starf tímabilið frá 1. janúar til 31. október.  Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins og skal hún greidd út eigi síðar en 15. desember 2014. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall, sjá nánar í viðkomandi kjarasamningi. Tímavinnufólk á rétt á desemberuppbót.  Á desemberuppbót reiknast ekki orlofsfé.

Tímavinnufólk þarf að hafa skilað 1504 dagvinnustundum á tímabilinu 1. janúar til 31. október til að fá 100% desemberuppbót.  Tímavinnustarfsmaður sem vinnur færri klukkustundir á tímabilinu fær greitt hlutfallslega samkvæmt því. 

Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu og sjálfseignarstofnunum kr. 73.600.-, hjá Reykjavíkurborg kr. 79.500.- og hjá sveitarfélögunum kr. 106.416.-

sjúkraliðar að störfum

Kjarasamningur Sjúkraliðafélags Ísland við Sveitarfélögin var samþykktur

Já sögðu 136  eða 83,95%

Nei sögðu 26 eða 16,05%

Kosningaþátttaka var 49%

 

Lesa meira: Leiga á sal SLFÍ að Grensásvegi 16

Opnað verður fyrir leigu á nýjum sal Sjúkraliðafélags Íslands að Grensásvegi 16, þann 13. nóvember kl. 14.00. 

Farið er inn á heimasíðu SLFÍ og undir flipanum „Félagsaðstaða“ kemur fram hvort salurinn er laus eða í útleigu. Ef salurinn er laus þá er send inn pöntun, sem starfsmaður á skrifstofu SLFÍ afgreiðir um leið og hún berst.  Fyrstur pantar fær leigt. Opið verður út árið 2015.


Sjá nánar

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/frettamyndir/2014/images.jpg'
There was a problem loading image 'images/frettamyndir/2014/images.jpg'

Lesa meira: Aðventukransagerðarnámskeið


Laugardaginn 29. nóvember ætlum við að bjóða upp á námskeið í aðventukransagerð. Tilvalið fyrir saumaklúbba eða litla hópa að koma saman og föndra fyrir jólin.

Hægt er að velja um tvær leiðir á þessu námskeiði.

verð 1. kr 2.500
Innifalið í verði er sýnikennsla á aðventuskreytingum, kaffi og smákökur

Verð 2. kr: 6.000
Innifalið í verði er sýnikennsla á aðventuskreytingum, kaffi og smákökur
Grunnefni í aðventukrans þ.e kransaundirlag, vír, greni, kertahöldur og glært lakk.

Við á Munaðarnes Restaurant ætlum að bjóða upp á smá jólahlaðborð að loknu föndri. Í boði verður:

Reyktur og grafinn lax
Síld og rúgbrauð
Sveitapaté
Reykt nautatunga
Purusteik
Ris ala mande

Verð kr 4.200 á manninn

Lokaskráning er miðvikudaginn 26. nóvember annað hvort hér á facebook eða í síma 852 1601. Taka þarf fram hvora leiðina á námskeiðinu þið kjósið að fara og hvort þið ætlið að koma í kvöldmat. Greiðslu þarf að leggja inn fyrir þessa dagsetningu vegna námskeiðsins í síðasta lagi 26. nóvember. Upplýsingar um greiðslu verða sendar í tölvupósti við skráningu. Við skráningu þarf að gefa upp netfang þannig að hægt sé að senda upplýsingar um námskeiðið til ykkar. Hægt verður að borga í matinn á staðnum en panta þarf í síðasta lagi miðvikudaginn 26. nóvember.

Hlökkum til að sjá sjá ykkur í jólafíling

 

Hér er svo linkur á viðburðinn á facebook:  https://www.facebook.com/events/861246997253592/?source=1

Lesa meira: Nærðu hugann

 

Mjög fjölbreytt og spennandi námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 

 

 

 

Sjá auglýsingu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/42/Frigiliana_19_October.2006.jpg/220px-Frigiliana_19_October.2006.jpg
There was a problem loading image http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/42/Frigiliana_19_October.2006.jpg/220px-Frigiliana_19_October.2006.jpg

Lesa meira: Gönguferð á Spáni 2015
Sjúkraliðafélag Íslands býður upp á skemmti- og gönguferð í fjallendi Axrquia í Andalúsíu, 40 mín. akstur frá Malaga á Spáni.
Flogið til London snemma morguns 1. maí og áfram til Malaga sama dag.
Gist á hóteli í þorpinu Competa í 8 nætur, í tveggja manna herbergjum með morgunmat.

Flogið til London að morgni 9. maí og áfram til Íslands.


Sjá dagskrá

Lesa meira: Kynning á kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Kæru sjúkraliðar

Kynning á og kosning um nýgerðan kjarasamningi félagsins við samninganefnd sveitarfélaga fer nú fram á heimasíðu Sjúkraliðafélags Íslands. Farið er inn á „mín síða“ með félagsnúmeri hvers og eins.

Athugið að hægt er að fara inn og skoða upplýsingarnar án þess að kjósa og fara síðan aftur inn og kjósa eða kynna sér samninginn betur.


Sjá nánar

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/ca/u/0/?ui=2&ik=0f22aff638&view=fimg&th=14960c573cf87b5f&attid=0.0.3&disp=emb&realattid=306d7d6f4ea95c92_0.0.1&attbid=ANGjdJ_GZsokFPml1JnXc5-3D5wMsRUHx87u0rhpnoieyCprj9RDHXpIQrgL0XX4aQ5ewV7io4ySLkGjbSUG3bnLovtsK2NWIgWk48cklT4NZyr3vgIOUtr9jUOlsUY&sz=w1600-h1000&ats=1414672975447&rm=14960c573cf87b5f&zw&atsh=1'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/ca/u/0/?ui=2&ik=0f22aff638&view=fimg&th=14960c573cf87b5f&attid=0.0.3&disp=emb&realattid=306d7d6f4ea95c92_0.0.1&attbid=ANGjdJ_GZsokFPml1JnXc5-3D5wMsRUHx87u0rhpnoieyCprj9RDHXpIQrgL0XX4aQ5ewV7io4ySLkGjbSUG3bnLovtsK2NWIgWk48cklT4NZyr3vgIOUtr9jUOlsUY&sz=w1600-h1000&ats=1414672975447&rm=14960c573cf87b5f&zw&atsh=1'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/u/0/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=fimg&th=1496071250371278&attid=0.0.2&disp=emb&attbid=ANGjdJ_TLcnKnwYlO8xJb4PvEvLuqmB-UZGv6gQdvAA3oKjW4HayaleNFiLL2jrhpMwTUYlDbHCLrXBFYUFz9FoZWMIkn6dJSdJS7Hb6bNR6HqZS52g_3Ru9PGEP_7M&sz=w1600-h1000&ats=1414667713013&rm=1496071250371278&zw&atsh=1'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/u/0/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=fimg&th=1496071250371278&attid=0.0.2&disp=emb&attbid=ANGjdJ_TLcnKnwYlO8xJb4PvEvLuqmB-UZGv6gQdvAA3oKjW4HayaleNFiLL2jrhpMwTUYlDbHCLrXBFYUFz9FoZWMIkn6dJSdJS7Hb6bNR6HqZS52g_3Ru9PGEP_7M&sz=w1600-h1000&ats=1414667713013&rm=1496071250371278&zw&atsh=1'

 

Lesa meira: 1. Verkfall BSRB 1984   Þrjátíu ár frá verkfalli BSRB – Ljósmyndasýning opnuð af því tilefni...

 
 

 

Þrjátíu ár frá verkfalli BSRB – Ljósmyndasýning opnuð af því tilefni

 

Fyrir réttum 30 árum síðan lauk allsherjarverkfalli BSRB og af því tilefni verður sýning á ljósmyndum sem Helgi Jóhann Hauksson tók í verkfallinu opnuð kl. 14 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á 1.hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89.

 

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB mun opna sýninguna formlega og þá mun Ögmundur Jónasson, fyrrverandi formaður BSRB, flytja stutt erindi um atburðina. Helgi Jóhann ljósmyndari mun einnig segja frá myndum sínum en alls tók hann um 1500 ljósmyndir á meðan verkfallinu stóð.

 

Filmurnar voru glataðar í fjölda ára en komu í leitirnar ekki alls fyrir löngu og hefur Helgi Jóhann nú lagfært þær og komið á stafrænt form. Myndirnar eru merkileg heimild um þessa miklu umbrota tíma í Íslandssögunni. Myndrænar heimildir um þessa umbrotatíma eru af skornum skammti vegna því á þessum tíma voru bókagerðarmenn einnig í verkfalli og því komu engin dagblöð út. Eini ljósvakamiðillinn sem þá starfaði var Ríkisútvarpið og þar sem starfsmenn þess voru félagsmenn BSRB lögðu þeir einnig niður störf.

 

Allsherjarverkfall BSRB stóð hófst þann 4. október 1984 og stóð í 27 daga. Það hafði gríðarleg áhrif á þjóðfélagið. Skólahald lá niðri, leikskólar voru lokaðir, strætisvagnar gengu ekki og útsendingar sjónvarpsins stöðvuðust svo dæmi sé tekið. Verkfallsverðir stóðu vaktina við hafnir landsins og komu í veg fyrir affermingu skipa. Fyrir vikið fór vöruskortur að gera vart við sig þegar leið á verkfallið. Samkomulag náðist á milli viðsemjenda þann 29. október og um leið lauk verkfallinu.

 

Sýningin sem opnuð verður á morgun mun innihalda hluta af þeim myndum sem Helgi Jóhann tók á meðan verkfallinu stóð. Einnig verður hægt að skoða gömul BSRB tíðindi sem dreift var daglega í 30 þúsund eintökum á meðan verkfallinu stóð. Dagleg útgáfa þess kom mikilvægum upplýsingum áleiðis til félagsmanna sem og annarra þar sem allar aðrar boðleiðir voru lokaðar.

 

Líkt og áður sagði verður sýningin á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89 og mun hún vera opin alla virka daga frá kl. 9-17 fram að áramótum.

 

 

Lesa meira: 1. Verkfall BSRB 1984   Þrjátíu ár frá verkfalli BSRB – Ljósmyndasýning opnuð af því tilefni...