Fulltrúar SLFÍ funduðu með fulltrúum Launanefndar sveitarfélaga LNS í dag mánudag.

 

Launanefndin lagði fram tillögu að kjarasamningi sem er sambærilegur þeim er gerður hefur verið við önnur stéttarfélög sem þau hafa samið við á undanförnum vikum.

Næsti fundur er boðaður eftir viku, mánudaginn 15. desember nk.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0490910.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0490910.jpg'

Lesa meira: Tölvunámskeið 

 

Boðað hefur verið til samningarfundar með Launanefnd sveitafélaga þriðjudaginn 9. desember nk.

 

Gerð verður grein fyrir gangi mála hér á síðunni um leið og málin fara að skýrast.  

 

 

Opinn fundur verður á vegum BSRB á morgun fimmtudag 4. desember kl. 16:00 17:30 í BSRB húsinu Grettisgötu 89. Yfirskrift fundarins er Framtíðin - með eða án krónu. Framsögu hafa Gylfi Zoëga prófessor við Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun efnahagsmála á Íslandi. Hvert stefnir og hversu löng verður kreppan?

Fundarstjóri verður Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB.

Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.

(Athugið breyttan fundartíma kl. 16 í stað 16:30)

 


 

 

Fundur BSRB með fulltrúum viðskiptabankanna var mjög fróðlegur og upplýsandi um það hvernig bankarnir hyggjast bregðast við greiðsluvanda viðskiptavina sinna vegna efnahagsástandsins í landinu. Yfirskrift fundarins var Hvað gerir bankinn fyrir þig?' og bentu frummælendur á þau úrræði sem í boði eru og fyrirhuguð eru á næstunni.

Sjá nánar 

Heimasíðan mun opna nýja síðu inni á Deildarfréttum fyrir

 

Ungliðadeildina eftir stofnfund deildarinnar. Fram að því verður deildin með blogsíðu sem linkur hefur verið settur inn á á síðunni hér til hægri

 

 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0486619.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0486619.jpg'

Lesa meira: Auglýsing 

 

 

Starfsmenn Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar mótmæla harðlega lokun öldrunardeildarinnar Sels á sjúkrahúsinu. Starfsmenn deildarinnar héldu fund í gær, 24. nóvember, og samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á stjórnendur FSA að draga ákvörðunina til baka.

'Starfsmenn FSA á Seli mótmæla harðlega ákvörðun stjórnenda FSA sem er þar að lútandi að hætta starfssemi í Seli með svo skömmum fyrirvara. Þetta hefði í för með sér fjöldauppsagnir og verulega skerðingu á þjónustu og gengur þvert á það sem nú er brýnast að gera, stórefla velferðarþjónustuna og styrkja öryggisnet fjölskyldnanna.

BSRB hefur á undanförnum misserum margoft bent á hve þröngur stakkur mörgum samfélagsstofnunum er sniðinn og að það hamli því að þær geti sinnt þjónustuhlutverki sínu. Niðurskurður á framlögum til þessara stofnana nú er glapræði og hefur BSRB hvatt alla landsmenn til að mótmæla þessum einhliða ráðstöfunum.

Starfsmenn í Seli skora á stjórnendur FSA eindregið til að drag ákvörðun sína til baka um að loka Seli og flytja starfssemi þess í Kristnes og leita annarra leiða til hagræðingar í samstarfi og samráði við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar, samtök launþega, fjöldahreyfingar sjúklinga, öryrkja, eldri borgara og annarra aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfisins.'


Fjölmenni sótti útifund BSRB, Félags eldri borgara í Reykjavík, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands, á Ingólfstorgi síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að verja velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp af almenningi á undanförnum áratugum. Þegar kreppi að í samfélaginu sé mikilvægt að beita velferðarkerfinu til jöfnunar. Áralangri baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagi megi ekki kasta á glæ. Sjá nánar

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0484565.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0484565.jpg'

Lesa meira: Útifundur

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0484678.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0484678.jpg'

 

Formaður Norðurlandsdeildar vestri,Sigríður Karlsdóttir, í ræðustóli
Lesa meira: Sjúkraliðar á norðurlandi vestra álykta
Formaður Norðurlandsdeildar vestri,Sigríður Karlsdóttir, í ræðustóli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ályktun

 

fjölmenns aðalfundar sjúkraliða Norðurlands deildar vestra, haldinn á Gauksmýri í Húnaþingi 20. nóvember 2008. 

 

Aðalfundur deildar sjúkraliða,  Norðurlandi vestra, lýsir miklum áhyggjum og eindreginni andstöðu við ákvörðun fjármála og  heilbrigðisráðherra um niðurskurð á fjárveitingum til heilbrigðisþjónustu landsmanna.

 

Sjúkraliðar mótmæla harðlega síendurteknum niðurskurði á fjárveitingum til sjúkrahúsa og annarrar heilbrigðisþjónustu landsmanna og krefjast þess að staðinn verði vörður um velferðarkerfi Íslendinga og látið af endurteknum aðförum að því. Mál er að linni.

 

Árangur af áratuga uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar er stefnt í hættu með vanhugsuðum skammtímaaðgerðum heilbrigðisráðherra, verði hann við kröfu fjárveitinganefndar Alþingis um 10% niðurskurð á fjárveitingum til sjúkrahúsa og annarrar heilbrigðisþjónustu.

 

Það er sjúkraliðum efst í huga sem fagfólks á heilbrigðissviði og brýnna en nokkru sinni að heilbrigðiskerfið verði eflt á tímum sem þessum.  Yfirlýsingar ráðamanna um að saman fari, að skera niður með annarri hendinni og auka þjónustuna með hinni ganga ekki upp. 

 

Aðalfundur sjúkraliða í NL vestra hvetur stjórnvöld eindregið til að drag ákvörðun sína til baka og leita annarra leiða til hagræðingar í samstarfi og samráði við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar, samtök launþega, fjöldahreyfingar sjúklinga, öryrkja, eldri borgara og annarra aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfisins.

 

Sjúkraliðar skora á heilbrigðisráðherra að reka af sér slyðruorðið,  bretta upp ermar og standa vörð um sitt ráðuneyti í því fárviðri sem nú geisar.

Sjúkraliðar á Norðurlandi vestra.

 

Sjá myndaalbúm