Að gefnu tilefni er þeim sjúkraliðum sem eru í fæðingarorlofi eða eru að sækja um fæðingarorlof að kynna sér vel réttindi sín.

 

Fjölskyldu- og styrktarsjóður BSRB greiðir á móti fæðingarorlofssjóði ef sýnt þykir að kona hefði fengið hærri greiðslur fyrir gildistöku laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof.

Munið að setja X-ið! Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Tryggingastofnun ríkisins. Á umsóknareyðublaðinu eru reitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við, m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi. Réttarstaða hinna sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar önnur. Þeir teljast ekki félagsmenn á meðan fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr vísindasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði. Með öðrum orðum, til að halda sjóðsréttindum í fæðingarorlofi er nauðsynlegt að greiða stéttarfélagsgjald. Sé það greitt greiðir fjölskyldu- og styrktarsjóður (FOS) mótframlag til sjóða BSRB og sjóðfélagi heldur öllum sínum réttindum og heldur áfram að vinna sér inn réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Engin lagaheimild er fyrir Tryggingastofnun ríkisins að draga stéttarfélagsgjöld óumbeðið af greiðslum í fæðingarorlofi. Því er óhjákvæmilegt að hafa spurningu á eyðublaðinu vegna fæðingarorlofsgreiðslu um hvort umsækjandi vilji vera áfram í sínu félagi og þar með greiða til þess félagsgjöld. Er því nauðsynlegt að minna félagsmenn á það að standa vörð um réttindi sín og félagsaðild og krossa í viðeigandi reit. Umsóknareyðublaðið í Fæðingarorlofssjóð og tilkynningareyðublöðin til atvinnurekanda geta breyst er fram líða stundir en við munum leitast við að hafa nýjustu útgáfurnar hér á vefnum.  www.bsrb.is (orlof)

Upplýsingar

Munið að setja X-ið!
Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Tryggingastofnun ríkisins. Á umsóknareyðublaðinu eru reitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við, m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi.

Réttarstaða hinna sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar önnur. Þeir teljast ekki félagsmenn á meðan fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr vísindasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði. Með öðrum orðum, til að halda sjóðsréttindum í fæðingarorlofi er nauðsynlegt að greiða stéttarfélagsgjald. Sé það greitt greiðir fjölskyldu- og styrktarsjóður (FOS) mótframlag til sjóða BSRB og sjóðfélagi heldur öllum sínum réttindum og heldur áfram að vinna sér inn réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Engin lagaheimild er fyrir Tryggingastofnun ríkisins að draga stéttarfélagsgjöld óumbeðið af greiðslum í fæðingarorlofi. Því er óhjákvæmilegt að hafa spurningu á eyðublaðinu vegna fæðingarorlofsgreiðslu um hvort umsækjandi vilji vera áfram í sínu félagi og þar með greiða til þess félagsgjöld. Er því nauðsynlegt að minna félagsmenn á það að standa vörð um réttindi sín og félagsaðild og krossa í viðeigandi reit.

 

Umsóknareyðublaðið í Fæðingarorlofssjóð og tilkynningareyðublöðin til atvinnurekanda geta breyst er fram líða stundir en við munum leitast við að hafa nýjustu útgáfurnar hér á vefnum.  www.bsrb.is (orlof)

 

taka gildi frá næstu áramótum.

ÚTHLUTUNARREGLUR
STYRKTARSJÓÐS BSRB

 

1.         Sjóðurinn greiðir bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilfellum eftir því sem nánar er mælt fyrir  í þessum reglum. Sjóðurinn styrkir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum sbr. lið 5.

Nokkrar breytingar hafa orðið á þeim, bæði eru ný ákvæði og hækkun á upphæðum í ýmsum eldri ákvæðum.

2.         Rétt til dagpeninga eða styrks úr sjóðnum eiga þeir sem aðild eiga að sjóðnum og njóta veikindaréttar samkvæmt gr. 2.2.1 í samkomulagi BSRB um veikindarétt enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn a.m.k. 6 mánuði fyrir styrkveitingu. 

 

3.         Dagpeningar greiðast úr sjóðnum með eftirfarandi hætti:

Hér eftirfarandi eru nýju reglurnar og er feitletrað það sem hefur breyst frá núgildandi reglum. 

a.        Dagpeningar greiðast frá þeim tíma sem samnings-/lögbundinni launagreiðslu frá atvinnurekanda lýkur.  

b.   Upphæð dagpeninga skal vera 80% af meðal heildarlaunum síðustu 12 mánuði. Sé starfstími skemmri skal miðað við meðaltal launa þann tíma.

c.       Heimilt er að greiða dagpeninga hlutfallslega ef sjóðfélagi getur ekki vegna veikinda unnið fulla vinnu samkvæmt læknisráði.

d.       Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga enda missi hann launatekjur vegna þeirra. Sjóðfélagi skal þó hafa náð eins árs sjóðsaðild til að njóta þessarar heimildar.

Með umsókn um dagpeninga skal fylgja læknisvottorð um vinnuhæfni, síðasti launaseðill (eða fleiri eftir atvikum) ásamt staðfestingu á heildarlaunum s.l. 12 mánuði. Einnig vottorð frá launagreiðanda um hvenær rétti til launa í veikindum lýkur.

4.         Réttur sjóðfélaga til dagpeninga á hverjum 12 mánuðum er:

a.  Starfstími 6 til 12 mánuðir, 45 dagar.

b.  Starfstími lengri en 12 mánuðir, 90 dagar, þó þannig að samanlagt greiðslutímabil vinnuveitanda og sjóðsins verði aldrei lengra en 360 dagar.

Dagpeningar greiðast ekki lengur en ráðningu starfsmanns er ætlað að standa.

5.         Sjóðurinn styrkir þjálfun, forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir á eftirfarandi hátt:

a.       Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, nálastungumeðferðar, hnykklækninga (kiropraktor) og meðferðar hjá sálfræðingi 800 kr. fyrir hvert skipti, allt að 25 skipti á ári.  Styrkur fyrir þessi tilfelli samanlagt skal þó að hámarki vera 20.000 kr. á ári. Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til meðferðar hjá Heilsustofnuninni í Hveragerði, einnig til þjálfunar hjá Hjarta- og lungnastöðinni eða sambærilegum stofnunum. Styrkur fyrir þessi tilfelli samanlagt skal þó að hámarki vera 20.000 kr. á ári.

b.      Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk fyrir skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins eða kvensjúkdómalækni einu sinni á ári. Einnig vegna skoðunar hjá Hjartavernd einu sinni á ári. 

(Ef þú vilt sleppa við að leggja úr fyrir kostnaði þá er hægt að hafa samband við Styrktarsjóðinn, sími 525 8380, fax 525 8389, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þegar búið er að panta tíma.  Þá er ekki þörf á að fylla út umsókn og greiðir þá sjóðurinn beint til Krabbameinsfélagsins eða Hjartaverndar.)

c.       Sjóðurinn tekur þátt í ferðakostnaði sjóðfélaga sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði vegna þeirra sjálfra, maka þeirra og barna, enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn í 6 mánuði af síðustu 12. Sækja verður um styrk til Tryggingastofnunar. Sé beiðni hafnað greiðir sjóðurinn 10.000 kr. fyrir 250 - 400 km akstur og 15.000 kr. fyrir akstur umfram 400 km. Fyrir flugfargjöld greiðir sjóðurinn allt að 15.000 kr.  Greitt verður að hámarki fyrir þrjár ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá þessum viðmiðunum ef fyrir því liggja ríkar ástæður.

d.      Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum, fær styrk að hámarki  10.000 kr. á ári samkvæmt reikningi frá eftirtöldum aðilum. Líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, skíðastöðum eða íþróttafélagi að því tilskildu að það sé til 3ja mán. eða lengur. Einnig heilsurækt sem telst sambærileg að dómi sjóðstjórnar.

e.       Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til ættleiðingar barns 200.000 kr. í eitt skipti, til glasafrjóvgunar 100.000 kr. í eitt skipti og til tæknisæðingar 21.000 kr. einu sinni á ári.

f.        Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til laser aðgerðar á öðru auga 25.000 kr. eða 50.000 kr. fyrir bæði augu. Einnig fær sjóðfélagi styrk til kaupa á sjónglerjum einu sinni á hverjum 48 mánuðum, 50% af kostnaði sem fer yfir 30.000 kr.

Vegna liða a. og c. skal fylgja kvittun sem ber með sér fjölda meðferða og dagsetningu þeirra.

Vegna liða b., d., e. og f. skal fylgja frumrit reiknings sem ber með sér tímasetningu, nafn og kennitölu umsækjanda. Sjóðfélagi sem hefur verið í félagsmaður í a.m.k. 1 ár hefur rétt til styrkja úr sjóðnum í 6 mánuði eftir starfslok.

6.         Greiddur er  50.000 kr. styrkur vegna útfarar, enda hafi hinn látni verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði fyrir andlát.   Einnig er greiddur útfararstyrkur vegna þeirra sem látið hafa af störfum og farið á ellilífeyri og hafa verið sjóðfélagar síðustu 6 mánuði fyrir starfslok.

7.         Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá framangreindum reglum og veita styrk vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát sjóðfélaga vegna veikinda hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu.

8.         Umsókn um styrki skal gerð á til þess gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu Styrktarsjóðs og hjá aðildarfélögum hans og henni skilað til sjóðsins ásamt nauðsynlegum vottorðum. Styrkir úr sjóðnum greiðast mánaðarlega. Umsókn skal hafa borist skrifstofu sjóðsins eða hafa verið póstlögð áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að réttur til greiðslu stofnaðist. Með umsóknum skulu fylgja öll gögn sem sjóðstjórn telur nauðsynleg hverju sinni.

 

Stjórn sjóðsins áskilur sér allan rétt til að breyta reglunum með 3ja mánaða fyrirvara eftir því sem þörf krefur, hvort sem er til þrengingar á reglunum eða útvíkkunar. Fé sjóðsins verður látið ráða því á hverjum tíma.

Gildir frá 1. janúar 2004.

 

Styrktarsjóður BSRB hefur gert samning við Krabbameinsfélag Íslands og Hjartavernd um beinar greiðslur fyrir skoðanir.

Krabbameinsfélag Íslands

 

 

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur á heimasíðu BSRB  www.bsrb.is

Sjóðfélagi, sem verið hefur félagsmaður í 6 mánuði, getur sótt um styrk allt að 2.500 kr. fyrir skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins eða kvensjúkdómalækni einu sinni á ári. Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings.

 

 

Ef haft er samband við Styrktarsjóðinn, sími 525 8380, fax 525 8389, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , þegar búið er að panta tíma er ekki þörf á að fylla út umsókn og greiðir þá sjóðurinn beint til Krabbameinsfélagsins.

 

Sama gildir úti á landi á heilsugæslustöðvum, en þar eru þó einhverjir byrjunarörðugleikar. 

Hafið endilega samband við Styrktarsjóðinn þegar þið hafið pantað tíma til að kanna hvort þetta fyrirkomulag gangi ekki eftir.

 

 

Hjartavernd

Sjóðfélagi, sem verið hefur félagsmaður í 6 mánuði, getur sótt um styrk að upphæð 5.900 kr. fyrir skoðun hjá Hjartavernd einu sinni á ári. Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings.

 

Ef haft er samband við Styrktarsjóðinn, sími 525 8380, fax 525 8389, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , þegar búið er að panta tíma er ekki þörf á að fylla út umsókn og greiðir þá sjóðurinn beint til Hjartaverndar.

Á vegum Félagsmálaskóla alþýðu eru ýmis námskeið í boði og hefur námsframboð haustannar 2003 verið gefið út.  www.asi.is  Gagnlegir tenglar, Félagsleg fræðsla.

 

 

Sérstök athygli er vakin á vefnámskeiði á vefsíðu ASÍ 'Einelti á vinnustað' og geta allir farið inn á það.  Það er ætlað öllum.  www.asi.is

 

 

Hjá Þekkingarmiðlun ehf. eru ýmis námskeið í boði, m.a. námskeiðið 'Starfsmannaviðtöl'.    www.thekkingarmidlun.is

 

 

 

 

Fyrsta lýðheilsuþing Félags um lýðheilsu í samvinnu við Lýðheilsustöð
verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, 26. september n.k.

Aðalefni þingsins verður heilbrigðisáætlun til 2010, framkvæmd hennar og
mat.

Sjá meðfylgjandi dagskrá.

 

BSRB hefur gert samkomulag við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann, NTV, um tölvunámskeið veturinn 2003 - 2004.

 

 

Sjá meira 

 

Sjá námskrá 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'Images/Mynd_0027830.gif'
There was a problem loading image 'Images/Mynd_0027830.gif'

Lesa meira: Haustleiga orlofshúsa 2003

  

 

                                  Vetrarleiga orlofshúsa og íbúðar

 

Félagsmenn Sjúkraliðafélags Íslands eiga kost á að velja um leigu þriggja  orlofshúsa og íbúðar félagsins í Reykjavík um  helgar ( föstudag til mánudags )

eða í vikuleigu á tímabilinu 12. september 2003 til 5. janúar 2004.

 

Athygli er vakin á nýjum valkosti í haust- og vetrarleigu félagsins sem er orlofshúsið að Kiðjabergi í Grímsnesi.

 

Sjá orlofsmál

 

 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'Images/Mynd_0033764.jpg'
There was a problem loading image 'Images/Mynd_0033764.jpg'

 Auglýsing um ráðstefnu

 

 Lesa meira: Ráðstefna vegna heyrnarleysisDagskrá

Borist hefur bréf frá BSRB um auka námskeið í haust. 

Kæru félagar!

 

 

 

Þrátt fyrir góða þátttöku á forystunámskeið BSRB sl. vor er ljóst að mörg félög sendu ekki þátttakendur á námskeiðið. Þátttakendur komu frá 19 félögum en 13 félög sendu ekki þátttakendur.  Ríflega 80 manns sóttu forystunámskeið BSRB sl. vor og munu halda áfram í lotu tvö núna í haust.

 

Nú hefur verið ákveðið að vera með eitt aukanámskeið næsta haust, dagana 1. 3. september ef næg þátttaka fæst, í þeirri von að þeir sem ekki sáu sér fært sækja námskeiðið sl. vor mæti í haust. Farið verður upp í Munaðarnes með rútu frá BSRB húsinu kl. 18.00 mánudaginn 1. september. Stoppað er í Hyrnunni svo þátttakendur geti nærst og höndlað en ekki eru boðið upp á mat þetta kvöld.

 

Námskeiðið hefst síðan að morgni 2. september og þann dag og næsta er matur í Munaðarnesi. Sama stundaskrá er og var sl. vor. Námskeiðið hefst á því að forysta BSRB kynnir bandalagið. Síðan Árni Guðmundsson vera með kennslu í samningatækni, Daginn eftir verður fjarnámsumhverfið kynnt af Garðari Gíslasyni og eftir hádegi verður Kristín Á. Ólafsdóttir með sjálfseflingu, tjáningu, framkomu og ræðumennsku.

 

Haldið verður til Reykjavíkur kl. 17.00.  BSRB greiðir ferðakostnað þeirra sem koma utan af landi en samráð um það þarf að hafa við Guðbjörgu Jónsdóttur fjármálastjóra BSRB.

Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 18. ágúst. Námskeiðið verður ekki haldið ef þátttakendur verða færri en 15. Hámarksfjöldi er 30 manns.

 

Þátttakendur á þessu námskeiði munu svo deilast niður á hópana sem fyrir eru en framhaldsnámskeiðin eru í september og október, nánar tiltekið hópur 1. dagana 15. 17. september og hópar tvö þrjú og fjögur næstu þrjár vikur á eftir, alltaf mánudaga til miðvikudaga. Námskeiðinu mun svo ljúka vorið 2004 eins og áætlað var.

 

Skráning á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.