Lesa meira: Námskeið Heilabilun
Nýtt og spennandi námskeið Heilabilun I hefst 30. Janúar nk.

Á námskeiðinu verður fjallað um þá sjúkdóma sem heyra undir heilkennið heilabilun, farið verður í helstu einkenni, tíðni og hvernig greiningu er háttað. Boðið verður upp á staðkennslu og fjarkennslu sem hentar sérlega vel þeim sjúkraliðum sem eru búsettir á landsbyggðinni.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu Framvegis: https://www.framvegis.is/is/namskeid/simenntun-sjukralida/heilabilun-i

 

Lesa meira: Safamýri laus vegna forfalla

 

Vegna forfalla er íbúðin að Safamyri Reykjavík laus dagana 16- 18. janúar 

Fyrstur kemur fyrstur fær 

bru mynd copy

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

 Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 17. janúar nk. 

B deild – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30

Næstu námskeið eftir þetta verða:  21. febrúar, 14. mars og 11. apríl.

Skráning hér

Komið þið sæl.

Ég er forseti alþjóðlegra samtaka ISBA um skammtímaþjónustu fyrir fatlað fólk á öllum aldri. Tilgangur þessa samtaka m.a er að halda ráðstefnur annað hvert ár einhverstaðar í heiminum, miðla upplýsingum,  læra eitthvað nýtt og vonandi betra.  Þetta verður 11 ráðstefna samtakana og yfirskriftin er Opportunities and Co-Creation

Ráðstefnuna  sem haldin verður á Hilton Nordica Reykjavík  9,-11.október 2018.  

Opið er fyrir call for paper

www.isba.me

þar inni eru allar upplýsingar en ef eitthvað er óljóst þá vinsamlegast hafið samband við mig

 

Margrét Lísa Steingrímsdóttir

Forstöðumaður

Skammtímavistun Álfalandi 6

108 Reykjavík