Fréttir

Formannskjör 2021

25 jan. 2021

Í samræmi við lög Sjúkraliðafélags Íslands auglýsir kjörnefnd eftir framboðum til formanns félagsins.

Frambjóðendur til embættis formanns skulu skila til kjörnefndar skriflegu framboði á netfangið: huldabirnafrimannsd@gmail.com.
Í tilkynningu um framboð skal tiltaka nafn, kennitölu og vinnustað, ásamt mynd af frambjóðanda.
Frambjóðendum er bent á að kynna sér lög félagsins, og þá sérstaklega þær greinar sem varða stjórn, ábyrgð formanns og formannskjör.

Framboðsfrestur er til 1. mars 2021. Einungis félagsmenn með fulla félagsaðild, sem ekki hafa gerst brotlegir við siðareglur félagsins,
eru kjörgengir í embætti formanns. Ef fleiri en einn eru í kjöri verður efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu.

Fyrir hönd kjörnefndar Sjúkraliðafélags Íslands,
Hulda Birna Frímannsdóttir, formaður nefndarinnar

 

Til baka