Félagsaðstaða

– Vegna óvissuástands í samfélaginu, og til að fyrirbyggja möguleg Covid-smit, hefur verið ákveðið að leigja ekki félagsaðstöðuna frá 30. september 2020.  Ákvörðum um áframhaldandi leigu verður tekin þegar óhætt þykir að leigja hann út til samkomuhalds.

Sjúkraliðafélags Íslands býður félagsmönnum sínum að taka á leigu félagsaðstöðu sína. Svæðisdeildir geta einnig fengið salinn á leigu fyrir félagsstarfsemi sína.
Salurinn rúmar um 100 manns í standandi veislu og hægt er að halda matarveislur (þar sem lagt er til borðs) fyrir um 70 manns.

Félagsaðstaðan er við Grensársveg 16, gengið er inn baka til.

  • Verð kr. 40.000.- um helgar og á almennum frídögum
  • Verð kr. 30.000.- virka daga.

Óendurkræft staðfestingargjald að upphæð kr. 10.000 er innifalið í leiguverði.
Greitt er sérstaklega fyrir starfsmann og þrif. Nánari upplýsingar á skrifstofu SLFI í síma 553-9493.

Salurinn er leigður til kl. 24:00.

Til baka