Félagsaðstaða SLFÍ

Sjúkraliðafélags Íslands býður félagsmönnum sínum að taka á leigu félagsaðstöðu sína. Svæðisdeildir geta einnig fengið salinn á leigu fyrir félagsstarfsemi sína.

Salurinn rúmar um 100 manns í standandi veislu og hægt er að halda matarveislur (þar sem lagt er til borðs) fyrir um 70 manns.

Félagsaðstaðan er við Grensársveg 16, gengið er inn bakatil.

  • Verð kr. 40.000.- um helgar og á almennum frídögum
  • Verð kr. 30.000.- virka daga.

Kennitala leigjanda þarf að koma fram sem og dagsetning leigu.

Staðfestingargjald er kr. 10.000.- og verður að greiðast innan 3ja daga frá pöntun.
Gjaldið er óendurkræft og síðan þarf lokagreiðsla að berast ekki seinna en 2 vikum fyrir útleigu. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins til að ganga frá greiðslu.

Greitt er sérstaklega fyrir þrif og starfsmann.

Til baka