Fréttir

Evrópudagur sjúkraliða 26. nóvember

26 nóv. 2018

15134668 10209289757933845 7159621883552547824 n copy
Í dag, 26. nóvember, er Evrópudagur sjúkraliða. Það ber að minnast þessara tímamóta, en markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða og minna á mikilvægi fagstéttarinnar. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og sinna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu.

Starfsumhverfi þeirra er oft krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Sjúkraliðar eru einn af burðarásum í öldrunarþjónustu hvort heldur er á öldrunarstofnun, sjúkrahúsi eða heimahjúkrun. Þeir vinna einnig mikilvæg störf á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar.

Á þessum degi ættu stjórnendur heilbrigðisstofnana að huga vel að sjúkraliðum sem fagstétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð er heilbrigðiskerfinu mjög dýrmæt.

Evrópudagur sjúkraliða er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess.

Til baka