Fréttir

Heilbrigðisþing 2021

7 apr. 2021

Málefni aldraðra verða umfjöllunarefni heilbrigðisþings 2021. Gert er ráð fyrir að drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraðra verði kynnt og rædd á þinginu.

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa undanfarin ár unnið að greiningu og stefnumótun um heilbrigða öldrun. Þeirri vinnu lauk í desember síðastliðnum þegar sett var fram aðgerðaáætlun á þessu sviði og samþykkt að helga áratuginn 2021 til 2030 þessu viðfangsefni. Skilgreind eru fjögur megin áherslusvið hvað þetta varðar, en það eru:

1) aldursvæn samfélög
2) barátta gegn aldursfordómum
3) samhæfð þjónusta og umönnun
4) endurhæfing, virkni, virðing, tækni og þátttaka við langtímaumönnun.

 

Drög að dagskrá
9.00: Ávarp heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir

9.20: Kynning á drögum að stefnu um þjónustu við aldraða, Halldór S. Guðmundsson dósent við Háskóla Íslands

10.00: Sófaspjall um stefnudrög Halldórs S. Guðmundssonar; Aldís Hafsteinsdóttir formaður SÍS og bæjarstjóri Hveragerðis, Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Sigurður Sigfússon varaformaður Öldrunarráðs Íslands, Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og þingmaður

10.30: Kaffihlé

10.40: Dagur í lífi þjónustuveitenda – örfyrirlestrar; Sigrún K. Barkardóttir, svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunardeildar Landspítala

11.00: Endurgjöf þátttakenda varðandi stefnu um þjónustu við aldraða (Slido)

11.30: Hádegishlé

12.15: Samantekt á endurgjöf þátttakenda

12.35: Myndbandsinnslag

12.40: Enabling Improved Patient, Provider and System Outcomes through an Advanced Care for Elders (ACE) Strategy, Dr. Samir Sinha öldrunarlæknir

13.15: Sófaspjall um erindi Dr. Samir Sinha; Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri innleiðingar SELMU-verkefnisins, Sigrún Barkardóttir svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og Þórhildur Kristinsdóttir öldrunarlæknir á Landspítala

13.30: Heilsulæsi og eigin ábyrgð – örfyrirlestrar; Alma Möller landlæknir, Dr. Janus Guðlaugsson, Ásthildur Knútsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti

13.55: Myndbandsinnslag

14.10: Endurgjöf þátttakenda varðandi stefnu um þjónustu við aldraða (Slido)

14.35: Kaffihlé

14.50: Samantekt á endurgjöf þátttakenda

15.10: Pallborð ráðherra

16.00: Þinglok

Fundarstjóri: Björg Magnúsdóttir

Streymt verður beint frá þinginu á þessari síðu og einnig á feisbókarsíðu heilbrigðisþingsins.

Til baka