Fréttir

Evrópudagur sjúkraliða

20 nóv. 2019

Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess.
Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla.

26. nóvember er haldinn hátíðlegur í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess.

Til hamingju með daginn, sjúkraliðar!

Til baka