Fréttir

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

12 feb. 2020

Dags.
8. mars, 2020 @ 20:00 – 9. mars, 2020 @ 09:30
2020-03-08T20:00:00-01:00
2020-03-09T09:30:00-01:00

Hugmyndina að baráttudegi kvenna átti þýska kvenréttindakonan Clara Zetkin, en hún bar tillöguna upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn árið 1910.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Hér á landi hefur verið haldið upp á daginn síðan árið 1932. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu 1977 að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur kvennadagur Sameinuðu þjóðanna.

Menningar og friðarsamtökin MFÍK hafa haldið Alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir friði og jafnrétti  hátíðlegan allt frá 1953. Markmið samtakanna er að sameina allar konur án tillitis til trúar- eða stjórnmálaskoðana til baráttu fyrir alheimsfriði og afvopnun, og efla samvinnu kvenna í þágu friðar, mannréttinda og menningar.  Í ár boða samtökin til ljóðakvölds á Loft hostel, Bankastræti 7, sunnudaginn 8. mars kl. 20.

Til baka