Fréttir

Alþjóðadagur öryggis sjúklinga

17 ágú. 2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Með því vill stofnunin vekja athygli á umfangi þess verkefnis sem öryggi sjúklinga er ásamt því að hvetja til opinnar og yfirvegaðrar umræðu. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur.

Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki, þ.e. að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Ástæða þess er að heilbrigðisþjónustan er gríðarlega flókin og flækjustig hefur vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast því og að halda í við öryggi. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr.

Til baka