Fréttir

Alþjóðadagur aldraðra

25 sep. 2020

Alþjóðadagur aldraðra 2020 er ætlað að gera sýnilegt hlutverk heilbrigðisstarfsfólks í heilsuvernd eldra fólks, með aðaláhersla á hlutverk kvenna – sem er oft vanmetið og í mörgum tilfellum ófullnægjandi launað. Alheimsstefnan miðar helst að því að „tryggja heilbrigt líf og stuðla að vellíðan allra á öllum aldri“.

Í ár markar þessi dagur einnig upphaf áratugar heilbrigðrar öldrunar (2020-2030) og er ætlað að hjálpa til við að koma saman sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna, hinu borgaralega samfélagi, stjórnvöldum og heilbrigðisstéttum til að ræða fimm stefnumarkandi markmið alþjóðlegrar stefnumótunar og aðgerðaáætlunar um öldrun og heilbrigði, með framfarir og áskoranir í framkvæmd þeirra í huga.

Deginum er ætlað að upplýsa um stefnumarkandi markmið áratugs öldrunar, auka vitund um sérstakar heilsuþarfir aldraðra og framlag þeirra til eigin heilsu og virkni í samfélaginu. Einnig er deginum ætlað að auka þakklæti og þekkingu á hlutverki heilbrigðisstarfsmanna við að viðhalda og bæta heilsu aldraðra.

 

Til baka