Fréttir

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

25 sep. 2020

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víða um heim 10. október ár hvert.
Dagurinn var fyrst haldinn árið 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health). Markmiðið hefur frá upphafi verið að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt, geðrænan vanda og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem glíma við slíkan vanda.

Geðheilbrigðisdagurinn er dagur allra.

Þemað í ár er aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu. Ísland tekur þátt í deginum með rafrænum viðburði.
Þar verða geðúrræði kynnt og farið yfir helstu mál sem brenna á fólki varðandi geðheilbrigðismál.
Viðburðurinn fer fram á vefsíðu dagsins, www.10okt.com næstkomandi laugardag, 10. október 2020. Dagskráin verður aðgengileg frá kl. 13.

 

Til baka