Fréttir

Dregið úr svörum í orðagátu

1 feb. 2019

Svör við orðagátu í desemberblaði Sjúkraliðans bárust frá tuttugu og einum sjúkraliða og voru átján með öll svör rétt. Unnur María Sólmundardóttir, fulltrúi í ritnefnd blaðsins og höfundur gátunnar, dró með góðri aðstoð upp úr skál nafn vinningshafans.

Vinningshafinn að þessu sinni er Marý Karlsdóttir sjúkraliði. Hún hlýtur í vinning gistingu á First Hótel Kópavogi og kvöldverð fyrir tvo á BRASS Kitchen & Bar, Reykjavík og er henni óskað til hamingju með vinninginn. Öðrum þátttakendum er þakkað fyrir að vera með.

 

Rétt svör við orðagátunni eru:

  • Jenna Klausen, lögreglukona Neskaupsstað
  • Sigurlaug Blöndal, sjúkraliði Akranesi
  • Jakobína Zoega, flugmaður Borgarnes
  • Vaka Hafstað, læknir Egilsstaðir
  • Unnur Norðfjörð, kennari Ísafirði

Til baka