Fréttir

BSRB leggst gegn lækkun skatta á hátekjufólk

5 jún. 2018

 

Alþingishúsið

BSRB leggst gegn því að skattar verði lækkaði á hátekjufólk, eins og boðað er í tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú liggur fyrir Alþingi. Þá er í umsögn bandalagsins bent á aðra mikilvæga þætti sem gera þarf ráð fyrir í áætluninni.

Ítrekað hefur verið bent á það á undanförnum árum að ójöfnuður hafi aukist hér að landi, meðal annars vegna aukinna fjármagnstekna og hækkandi eignaverðs. Þá hefur skattbyrði tekjulægstu hópanna aukist langmest samanborið við aðra hópa, segir meðal annars í umsögn BSRB um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Hægt er að kynn sér ýmis önnur álitamál sem fjallað er um í umsögn BSRB um tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Til baka