Ársskýrsla Vestmannaeyjadeildar 2020-2021

Aðalfundur Svæðisdeildar Vestmannaeyja var haldinn 4. nóvember 2021 í Líknarsalnum við Faxastíg. Mjög vel var mætt á fundinn, eða 26 félagsmenn, fundastjóri var Sigríður Gísladóttir.

Stjórn Svæðisdeildar Vestmannaeyja 2021 – 2022
Áslaug Steinunn Kjartansdóttir, formaður
Andrea Guðjóns Jónasdóttir, varaformaður
Berglind Sigvardsdóttir, gjaldkeri
Dagmar Skúladóttir, ritari
Fjóla Sif Ríkhardsdóttir, meðstjórnandi

Uppstillingarnefnd
Sigríður Gísladóttir
Erna Þórsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Anna Guðný Magnúsdóttir Laxdal

Skoðunarmenn reikninga
Sigríður Gísladóttir
Erna Þórsdóttir

Trúnaðarmenn
Anna Guðný Laxdal Magnúsdóttir, sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum
Alfa Markan Elfarsdóttir, Heilsugæsla HSU Vestmannaeyjum
Hulda Erna Eiríksdóttir, Hraunbúðir HSU Vestmannaeyjum

Fræðslunefnd Kjaramálanefnd
Erna Þórsdóttir Hjördís Kristinsdóttir
Kristín Sjöfn Ómarsdóttir Hafdís Sigurðardóttir

Jólaskemmtinefnd Ferðanefnd
Ragnheiður Lind Geirsdóttir Sigríður Jóhanna Sigurbjörnsdóttir
Anna Guðný Laxdal Magnúsdóttir Sara Rún Markúsdóttir
Berglind Sigvardsdóttir

Jóhanna Jóhannsdóttir

Gestur fundarins var Jóhanna Jóhannsdóttir, lýðheilsusérfræðingur og leikfimikennari,
sem hélt fyrir okkur áhugavert og skemmtilegt erindi um Sterkar konur og lóðalyftingar.
Mikil ánægja var meðal fundargesta að hittast nú aftur og eiga notalega kvöldstund saman.

Flestir fundir hjá SLFÍ hafa verið á zoom það sem af er þessu ári, en þann 21. október 2021 var haldinn trúnaðarmannaráðsfundur í sal Sjúkraliðafélagsins og mættu tveir fulltrúar frá okkur en einn til viðbótar var á fundinum í fjarfundarbúnaði. Fundurinn var góður og fræðandi. Dagný Aradóttir Lind, lögfræðingur BSRB, kom á fundinn og fór yfir ýmis mál um styttingu vinnuvikunar. Mikið var um spurningar um mál sem brunnu á félagsmönnum. Það er verið að vinna í málum þar sem einhverjir hnökrar hafa komið upp í innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Hluti af BSRB þinginu var einnig haldið á Zoom. Þar var stjórn BSRB var kosinn, en seinni hluti þingsins verður haldinn í mars og þá vonandi í staðfundi.

Stjórn deildarinnar hefur hist nokkrum sinnum á spjalli á samfélagsmiðlum og höfum reglulega farið yfir stöðuna. Einnig höfum við hist til að fara yfir stærri mál. Trúnaðarmenn deildarinnar hef ég ekki hitt báðar í einu, en hef hitt þær sitt í hvoru lagi og farið yfir stöðuna með þeim.

Stytting vinnuvikunar tók gildi hjá dagvinnufólki í byrjun árs en hjá vaktavinnufólki 1. maí síðast liðinn. Ég hef ekki heyrt betur en að í flestum tilfellum hafi það gengið bærilega. Þetta er stærsta vinnutímabreyting sem hefur verið gerð og það er kannski ekki óeðlilegt að einhverjir hnökrar hafi komið upp í því innleiðingunni. Því miður var ekki hægt að kynna þessar breytingar nógu vel vegna fjöldatakmarkana en mjög góðar upplýsingar hafa verið settar fram á netinu sem er gott að kíkja á.

Hraunbúðir fór yfir til HSU þann 1. maí 2021. Það er viss léttir fyrir heimilisisfólk og starfsfólk á Hraunbúðum að vera komin yfir til HSU, því það er mjög erfitt að vinna undir því álagi sem fylgir því að enginn vilji hafa reksturinn með höndum. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ og Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri SLFÍ, komu og ræddu við nokkra starfsmenn Hraunbúða í sambandi við þeirra kjaramál og í framhaldi af því var fundur þar sem Sandra B. Franks, formaður SLFÍ, Gunnar Ö. Gunnarsson ásamt okkur Ingibjörgu Þórhallsdóttur frá Hraunbúðum mættum á Selfoss með yfirstjórn HSU. Fundurinn var mjög góður og fórum við heim með góðar fréttir.

Fagnám sjúkraliða í Háskólanum á Akureyri varð loks að veruleika á árinu. Sóttu 86 sjúkraliðar um 20 pláss og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá inni. Það er mikill heiður að fá að vera í fyrsta hópnum eins og rektor háskólans sagði við skólasetninguna, ,,þið eruð ekki bara útvaldar þið eruð sérstakar og eruð brautryðjendur“. Háskólinn tók mjög vel á móti okkur og það er gaman að sjá hvað mikill áhugi er á þessu námi og hvaða væntingar eru gerðar til þess.

Breyting verður á launatöflu um áramótin þar sem er verið er að lengja töfluna og við það skapast visst svigrúm til hækkana launa. Undirbúningur er hafin á nýjum stofnunarsamningum og er ég búin að fara á einn fund á Selfoss vegna þess og vona að við náum að klára hann sem fyrst.

Birna okkar Ólafsdóttir, starfsmaður Sjúkraliðafélagsins, lét af störfum á árinu og er hennar sárt saknað af okkur sjúkraliðum í Eyjum. Við sendum henni fallega kveðju sem Badda flutti á frábæran hátt við stafkirkjuna og höfðum við Heimaklett í baksýn. Nýr starfsmaður skrifstofu Sjúkraliðafélagsins, Ragnhildur Bolladóttir, verkefnastjóri fræðslumála, hún tók við starfi Birnu. Við erum að reyna að finna tíma fyrir hana að koma hingað til Eyja til að kynna félagið fyrir sjúkraliðanemum hér. Breytingar eru í vinnslu með hverngi á að skila inn námskeiðum, en það á að vera rafrænt í framtíðinni.

Ragnheiður Lind hætti sem gjaldkeri og Berglind Sigvardsdóttir tekur við af henni. Ingibjörg Þórhallsdóttir hættir sem trúnaðarmaður á Hraunbúðum og Hulda Erna Eiríksdóttir tekur við af Ingibjörgu sem trúnaðarmaður. Vil ég nota tækifæri og þakka þeim fyrir ómetanlegt og gott samstarf. Alfa Markan Elfarsdóttir var kosin trúnaðarmaður á Heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum.

Það getur verið mikið að gera á næturvöktum og það eru ýmsir sem banka upp á hjá okkur.

 Berglind, Ása og Hulda á næturvöktum að taka á móti pysjum sem fá að sjálfsögðu næturgistingu.

Þrátt fyrir erfiða tíma þá er alltaf stutt í gleðina hjá starfsfólki á sjúkradeild HSU og hér eru nokkra myndir af sjúkraliðum við störf sín.

Formaður Svæðisdeildar Vestmannaeyja,
Áslaug Steinunn Kjartansdóttir

Til baka