Fréttir

Ályktun frá fundi framkvæmdastjórnar Sjúkraliðafélags Íslands 26. febrúar 2014

27 feb. 2014

fólk

 

 

Um leið og framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags Íslands tekur undir gagnrýni  fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga um fyrirhugaðan niðurskurð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, vill stjórnin mótmæla þeirri rangtúlkun sem fram kemur í ályktuninni, að hjúkrunarfræðingar einir beri uppi alla heimahjúkrun heilsugæslunnar.  

Hjá Heilsugæslunni starfa tugir sjúkraliða sem sinna hjúkrun í heimahúsum vítt og breytt um borgina.

Án þeirra legðist heimahjúkrunin að stórum hluta niður. Menntun sjúkraliða nýtist mjög vel við þessi störf enda  hefur þeim farið fjölgandi ár frá ári.

 

Fyrir hönd framkvæmdastjórnar SLFÍ

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður

Til baka