Fréttir

Áhyggjur af vaxandi skorti á sjúkraliðum

31 okt. 2018

fundur EPN

Nýlega stóð The European Council of Practical Nurses (EPN) fyrir áhugaverðum fundi í Kaupmannahöfn. Sjúkraliðafélag Íslands er aðili að ráðinu en markmið þess er m.a. að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjúkraliða í aðildarlöndunum, móta sjálfsmynd þeirra, sem og annarra faghópa sem sinna hjúkrun og umönnun, auk þess að upplýsa félaga um stöðu sjúkraliða í hverju landi fyrir sig.
Sandra B. Franks, formaður SLFÍ og Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ sóttu fundinn ásamt fulltrúum frá Finnlandi, Danmörku, Færeyjum, Lúxemborg, Svíþjóð og Noregi.
Á fundinum var rætt um starfsumhverfi sjúkraliða, menntun þeirra, ráðningar og vinnutíma. Mismunandi er búið að þessum þáttum eftir löndum og eins eru áherslur stjórnvalda í heilbrigðismálum misjafnar. Fulltrúar ríkjanna deildu sameiginlegum áhyggjum af vaxandi skorti á sjúkraliðum, og skiptust á skoðunum um leiðir til að bregðast við vandanum.

Til baka