Fréttir

Hvernig starfar ESB?

18 mar. 2014

eu flag closeupii

 

 

Minnum á námskeiðið Hvernig starfar ESB? sem Félagsmálaskólinn, í samstarfi við Evrópustofu, býður uppá.  

Námskeiðið verður haldið 27. mars frá 09:00 – 16:00, í Guðrúnartúni 1, 4. hæð.  

Skráning fer fram á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is og er síðasti skráningardagur 20. mars

Allar nánari upplýsingar og dagskrá, má jafnframt nálgast á heimasíðu skólans.

Markmið námskeiðsins er að fara yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt út frá sjónarhóli Íslands. 

Fjallað verður um ESB sjálft, sögu þess og helstu stofnanir og hvernig ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. 

Þá verður fjallað um tengsl Íslands og ESB við EES ásamt því að farið er yfir stefnu ESB í byggða- mennta- og vinnumarkaðsmálum.

Námskeiðsgjaldið er kr. 9000.-  Innifalið eru námskeiðsgögn og hádegismatur.



Til baka